Rússar sagðir reyna áfram að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 21:29 Dan Coats (f.m.) ásamt Christopher Wray, forstjóra FBI, (t.v.) og Paul Nakasone, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA (t.h.). Vísir/EPA Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03