Hvergi af baki dottinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins. Vísir/AP Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira