Kjærsgaard líkt við frekt barn á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard í pontu á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni barna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni barna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent