Pólitík í predikunarstól Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun