Alex Jones úthýst af Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 17:43 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Skjáskot Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13