Fleiri dýrgripir sagðir í Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Hluti áhafnar Seabed Worker. Óskar P. Friðriksson Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00
Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07
Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00