Hugað að hæfni í ferðaþjónustu María Guðmundsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun