Glatað traust Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun