Segir skilyrðin ekki teljandi hindrun fyrir ferðaskrifstofur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Ráðherra telur skilyrðin ekki vera mikla hindrun. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00