Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 09:52 Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við komuna til Bretlands í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar. Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52