Kári Arnór fær 24 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 15:43 Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21
Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59