Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 18:20 Kennedy með Ruth Bader Ginsburg, einum af frjálslyndari dómurunum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16