Skilvirkara Ísland Sigurður Hannesson skrifar 1. júní 2018 07:00 Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sigurður Hannesson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun