Fundað í Ísrael vegna sniðgönguhótana Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 08:07 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/EPA Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50