Konur, breytum heiminum saman Arna Hauksdóttir og Unnur Anna Valdimarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar