Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 17:30 Fögnuðurinn í Tel Aviv þegar sigurinn í Eurovision lá fyrir. Vísir/Getty Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty
Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45