„Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:49 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fundinum í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21