Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 07:40 Sitji saksóknarar og lögmenn Trump við sinn keip gæti spurningin um hvort að hægt sé að stefna forsetanum náð alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37