Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 15:29 Mótmælendur hafa atað höfuðstöðvar Novartis í Grikklandi út í málningu. Fyrirtækið er sakað um að múta stjórnmálamönnum, embættismönnum og læknum þar og um að blása upp lyfjaverð. Vísir/AFP Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17