Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 21:45 Hassan Rouhani, forseti Írans, segir leiðtoga ESB hafa takmörkuð tækifæri til að bjarga kjarnorkusamningnum. vísir/getty Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19