Segir reynt að útrýma samkeppni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2018 19:00 Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira