FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 17:00 Cohen hefur verið lögmaður Trump um árabil. Hann hefur verið lýst sem reddara fyrir auðkýfinginn. Vísir/AFP Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22