Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 12:45 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35