Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 14:30 Fóstureyðingar hafa lengi verið mikið deiluefni í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna. Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna.
Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45
Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00
Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30