Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 18:07 Hagvexti í heiminum fylgdi aukin losun í fyrra. Þrjú ár á undan þar sem losun stóð í stað hafði vakið vonir um að samband þar á milli hefði rofnað. Vísir/AFP Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun. Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45