Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Dómi Héraðsdóms Reykjaavíkur, sem gengur þvert á fordæmi Hæstaréttar, hefur verið vísað til Landsréttar. Vísir/GVA Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem felld var úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglunnar um að hefja ekki rannsókn á ásökunum á hendur æðstu embættismönnum Seðlabankans, víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar, æðsta dómstóls landsins, frá árinu 2008. Dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun mánaðarins, hefur verið áfrýjað til Landsréttar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, og telja lögmenn sem blaðið ræddi við afar sennilegt að dómstóllinn taki hann til gagngerrar endurskoðunar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2008 að ákvörðun ríkissaksóknara um meðferð valdheimilda sinna, svo sem um að hefja lögreglurannsókn, gæti eðli sínu samkvæmt ekki sætt endurskoðun dómstóla. Allar götur síðan hefur verið talið að það sé í verkahring ákæruvaldsins – ríkissaksóknara – að ákveða hvort af rannsókn verði og að það geti ekki heyrt undir dómstóla að endurskoða þá ákvörðun. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp af Skúla Magnússyni héraðsdómara, kveður hins vegar við annan tón. Segir þar að þótt ríkissaksóknari njóti sjálfstæðis gagnvart öðrum þáttum framkvæmdarvalds og fari með endanlegt ákvörðunarvald um tiltekin efni, þá sé honum „ekki falið fullnaðarúrskurðarvald eða ákvarðanir hans undanskildar lögsögu dómstóla með lögum“. Lögmenn sem Markaðurinn ræddi við í skjóli nafnleyndar segja mikil tíðindi felast í umræddri niðurstöðu Skúla. Einn segir dóminn vekja furðu og telur að héraðsdómur hafi þurft að rökstyðja þá stefnubreytingu sem felst í dómnum betur. Landsréttur, hvað þá Hæstiréttur ef málið kemur til kasta hans, eigi trauðla eftir að fallast á „fátæklegar“ röksemdir héraðsdóms.Gefið rangar eða villandi upplýsingar Gísli Reynisson, sem var einn fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, fór haustið 2016 fram á að lögreglan rannsakaði hvort æðstu embættismenn Seðlabanka Íslands hefðu borið á þá rangar sakir. Var þá einkum vísað til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings bankans, og Ingibjargar Guðbjartsdóttur, sem var forstöðumaður gjaldeyriseftirlits sömu stofnunar. Fjórmenningarnir voru, sem kunnugt er, sýknaðir af öllum ákæruliðum í málinu gegn þeim. Kæra Gísla til lögreglunnar byggði á því að embættismenn Seðlabankans hefðu ítrekað gefið ýmist rangar eða villandi upplýsingar og komið því þannig til leiðar að hann hefði verið ranglega sakaður um refsiverðan verknað. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði hins vegar að taka meint brot embættismanna bankans til rannsóknar og í febrúar í fyrra staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun lögreglustjórans. Héraðsdómur komst síðan að öndverðri niðurstöðu í byrjun þessa mánaðar, eins og áður sagði, og felldi ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Var það niðurstaða héraðsdóms að annmarkar á lagalegum grundvelli ákvörðunar ríkissaksóknara hefðu verið svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi. Þó var tekið fram í dómnum að með niðurstöðunni væri engin afstaða tekin til gildis ákvörðunar lögreglustjórans um að hafna að taka meint brot stjórnenda Seðlabankans til rannsóknar. Sú ákvörðun hefði enda ekki verið til úrlausnar í málinu.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og fleiri embættismenn í bankanum eru sakaðir um að hafa borið á menn rangar sakir.VÍSIR/STEFÁNLögmenn sem Markaðurinn ræddi við segja dóm héraðsdóms nokkuð afdráttarlausan. Þannig er nefnt í dómnum að ásökun um refsiverðan verknað, án tillits til endanlegrar niðurstöðu málsins, kunni að vera „íþyngjandi fyrir saklausan mann“ með margvíslegum hætti, auk þess sem „augljósir almannahagsmunir“ standi til þess að handhafar rannsóknar- og ákæruvalds saki ekki menn um refsiverðan verknað gegn betri vitund. Ef Landsréttur staðfestir dóm héraðsdóms stendur ákvörðun lögreglustjórans óhögguð að sinni, en málið fer hins vegar aftur á borð ríkissaksóknara, að sögn viðmælenda Markaðarins. Gísli hefur auk þess stefnt íslenska ríkinu og krafið það um skaðabætur vegna málsins. Er gert ráð fyrir að aðalmeðferð fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem kærði einnig æðstu stjórnendur Seðlabankans til lögreglunnar, sagði í pistli á vef sjávarútvegsfyrirtækisins í síðustu viku að þótt honum hefði orðið lítið ágengt í baráttu sinni þá eygði hann enn von, sérstaklega í ljósi fyrrnefnds dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann sakaði embættismennina um að hafa borið sig röngum sökum og krafðist þess að lögreglan tæki málið til rannsóknar. Lögreglustjóri vísaði málinu hins vegar frá og staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun. Voru rökin meðal annars þau að Samherji hefði ekki sýnt fram á að embættismennirnir hefðu haft beinan ásetning til rangra sakargifta. „Stjórnendur Seðlabankans hafa talið sig geta þaggað þetta mál niður og vonast til þess að ég gefist upp. Það mun ég ekki gera,“ skrifaði Þorsteinn Már. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem felld var úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglunnar um að hefja ekki rannsókn á ásökunum á hendur æðstu embættismönnum Seðlabankans, víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar, æðsta dómstóls landsins, frá árinu 2008. Dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun mánaðarins, hefur verið áfrýjað til Landsréttar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, og telja lögmenn sem blaðið ræddi við afar sennilegt að dómstóllinn taki hann til gagngerrar endurskoðunar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2008 að ákvörðun ríkissaksóknara um meðferð valdheimilda sinna, svo sem um að hefja lögreglurannsókn, gæti eðli sínu samkvæmt ekki sætt endurskoðun dómstóla. Allar götur síðan hefur verið talið að það sé í verkahring ákæruvaldsins – ríkissaksóknara – að ákveða hvort af rannsókn verði og að það geti ekki heyrt undir dómstóla að endurskoða þá ákvörðun. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp af Skúla Magnússyni héraðsdómara, kveður hins vegar við annan tón. Segir þar að þótt ríkissaksóknari njóti sjálfstæðis gagnvart öðrum þáttum framkvæmdarvalds og fari með endanlegt ákvörðunarvald um tiltekin efni, þá sé honum „ekki falið fullnaðarúrskurðarvald eða ákvarðanir hans undanskildar lögsögu dómstóla með lögum“. Lögmenn sem Markaðurinn ræddi við í skjóli nafnleyndar segja mikil tíðindi felast í umræddri niðurstöðu Skúla. Einn segir dóminn vekja furðu og telur að héraðsdómur hafi þurft að rökstyðja þá stefnubreytingu sem felst í dómnum betur. Landsréttur, hvað þá Hæstiréttur ef málið kemur til kasta hans, eigi trauðla eftir að fallast á „fátæklegar“ röksemdir héraðsdóms.Gefið rangar eða villandi upplýsingar Gísli Reynisson, sem var einn fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, fór haustið 2016 fram á að lögreglan rannsakaði hvort æðstu embættismenn Seðlabanka Íslands hefðu borið á þá rangar sakir. Var þá einkum vísað til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings bankans, og Ingibjargar Guðbjartsdóttur, sem var forstöðumaður gjaldeyriseftirlits sömu stofnunar. Fjórmenningarnir voru, sem kunnugt er, sýknaðir af öllum ákæruliðum í málinu gegn þeim. Kæra Gísla til lögreglunnar byggði á því að embættismenn Seðlabankans hefðu ítrekað gefið ýmist rangar eða villandi upplýsingar og komið því þannig til leiðar að hann hefði verið ranglega sakaður um refsiverðan verknað. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði hins vegar að taka meint brot embættismanna bankans til rannsóknar og í febrúar í fyrra staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun lögreglustjórans. Héraðsdómur komst síðan að öndverðri niðurstöðu í byrjun þessa mánaðar, eins og áður sagði, og felldi ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Var það niðurstaða héraðsdóms að annmarkar á lagalegum grundvelli ákvörðunar ríkissaksóknara hefðu verið svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi. Þó var tekið fram í dómnum að með niðurstöðunni væri engin afstaða tekin til gildis ákvörðunar lögreglustjórans um að hafna að taka meint brot stjórnenda Seðlabankans til rannsóknar. Sú ákvörðun hefði enda ekki verið til úrlausnar í málinu.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og fleiri embættismenn í bankanum eru sakaðir um að hafa borið á menn rangar sakir.VÍSIR/STEFÁNLögmenn sem Markaðurinn ræddi við segja dóm héraðsdóms nokkuð afdráttarlausan. Þannig er nefnt í dómnum að ásökun um refsiverðan verknað, án tillits til endanlegrar niðurstöðu málsins, kunni að vera „íþyngjandi fyrir saklausan mann“ með margvíslegum hætti, auk þess sem „augljósir almannahagsmunir“ standi til þess að handhafar rannsóknar- og ákæruvalds saki ekki menn um refsiverðan verknað gegn betri vitund. Ef Landsréttur staðfestir dóm héraðsdóms stendur ákvörðun lögreglustjórans óhögguð að sinni, en málið fer hins vegar aftur á borð ríkissaksóknara, að sögn viðmælenda Markaðarins. Gísli hefur auk þess stefnt íslenska ríkinu og krafið það um skaðabætur vegna málsins. Er gert ráð fyrir að aðalmeðferð fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem kærði einnig æðstu stjórnendur Seðlabankans til lögreglunnar, sagði í pistli á vef sjávarútvegsfyrirtækisins í síðustu viku að þótt honum hefði orðið lítið ágengt í baráttu sinni þá eygði hann enn von, sérstaklega í ljósi fyrrnefnds dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann sakaði embættismennina um að hafa borið sig röngum sökum og krafðist þess að lögreglan tæki málið til rannsóknar. Lögreglustjóri vísaði málinu hins vegar frá og staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun. Voru rökin meðal annars þau að Samherji hefði ekki sýnt fram á að embættismennirnir hefðu haft beinan ásetning til rangra sakargifta. „Stjórnendur Seðlabankans hafa talið sig geta þaggað þetta mál niður og vonast til þess að ég gefist upp. Það mun ég ekki gera,“ skrifaði Þorsteinn Már.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira