Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:05 Maðurinn hafði verið í haldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVA Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15
Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09