Hið opinbera keppi ekki við leigufélög Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir þá nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér góða viðbót við markaðinn. Vísir/GVA Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira