Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka." Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka."
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent