Eflum öfluga baráttu Benedikt Traustason og Helga Lind Mar skrifar 8. febrúar 2018 10:04 Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun