Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 08:56 Skuggi lokunar alríkisstofnana vofir yfir Bandaríkjaþingi. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu.
Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29