Þétting byggðar hefur mistekist Eyþór Arnalds skrifar 19. janúar 2018 07:00 Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun