Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira