Leiðtogaskipti kunna að skapa ný vandamál fyrir Merkel Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 15:32 Horst Seehofer og Markus Söder fyrr í dag. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57
Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06