Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Að mati Geirs vann hann Landsdómsmálið efnislega. Hann unir niðurstöðu MDE. vísir/vilhelm Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir. Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir.
Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18
Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?