Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Að mati Geirs vann hann Landsdómsmálið efnislega. Hann unir niðurstöðu MDE. vísir/vilhelm Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir. Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir.
Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18
Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00