Frestur þýsku flokkanna runninn út Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2017 08:56 Angela Merkel Þýskalandskanslari í nótt. Vísir/afp Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Enn bólar ekkert á nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi en frestur Kristilegra demókrata (CDU, CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja til að ná samkomulagi og hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður rann út í nótt. Flokkarnir hafa ekki náð saman í viðræðum sínum um meðal annars innflytjendamál og efnahagsmál. Fulltrúar flokkanna luku fundi sínum klukkan fjögur í nótt og sögðust ætla taka sér nokkurra klukkustunda hlé og halda svo viðræðum áfram í dag. Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og virðist eina mögulega stjórnin sem hægt er að mynda vera stjórn þessara flokka. Sigli viðræður í strand þykir líklegt að boða þurfi til nýrra kosninga. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, segir flokksmenn enn telja það vera rétt að leggja alla orku í myndun þessarar stjórnar. Þó sé ljóst að viðræðurnar hafi verið erfiðar. Wolfgang Kubicki, varaformaður FDP, sagðist vera mjög gramur að viðræður síðustu fjögurra vikna hafi ekki skilað árangri. Græninginn Michael Kellner segir flokkanna enn eiga langt í land. „Ekkert hefur verið samþykkt, engu hefur verið hafnað.“ Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur. Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13