Þýskir Græningjar vilja ekki sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 10:29 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Cem Ozdemir, annar leiðtoga Græningja, ræða saman þegar þýska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar. Vísir/AFP Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13