Íraksher og Kúrdar semja um vopnahlé Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:24 Átök hafa staðið milli Írakshers og Peshmerga-sveita Kúrda í norðurhluta Íraks að undanförnu. Vísir/AFP Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Fulltrúar stjórnarhers Íraka og Peshmerga-sveita Kúrda náðu í dag samkomulagi um vopnahlé, en átök hafa staðið milli þeirra í norðurhluta Íraks að undanförnu.Reuters hefur þetta eftir talsmanni Bandaríkjahers. Sveitir Írakshers og bandamann sóttu í síðustu viku óvænt inn á landsvæði í Norður-Írak sem Kúrdar höfðu að stórum hluta á sínu valdi. Var það gert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í september um hvort Kúrdar ættu að lýsa yfir sjálfstæði. Með sókninni vildi Íraksstjórn aftur ná valdi á landsvæðum sem bæði Íraksstjórn og Kúrdar hafa gert tilkall til, auk landamærastöðva og olíuauðlinda. Íraksher náði aftur borginni Kirkuk án mikillar mótspyrnu Kúrda þann 16. október síðastliðinn, en Peshmergasveitirnar tóku að veita meiri mótspyrnu eftir því sem Írakar sóttu nær Erbil, helsta vígis Kúrda.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06 Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Íraksher hefur sókn að Kirkuk Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda. 13. október 2017 10:06
Vilja stillingu í Kirkuk Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. 17. október 2017 06:48