Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Myndir af svæðinu þar sem sprengingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. Fréttablaðið/EPA Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira