Aðskiljum ríki og Bændasamtökin Gylfi Ólafsson skrifar 16. október 2017 13:30 Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Gylfi Ólafsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun