Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Katalónar hyggjast lýsa yfir sjálfstæði innan nokkurra daga. vísir/afp Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira