Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Benedikt Traustason skrifar 8. október 2017 09:00 Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. Þær breytingar munu hafa áhrif á öll vistkerfi jarðar en mest hér á norðurslóðum. Nú þegar hafa fyrstu vísar að breytingum á náttúrunni komið í ljós en hnignun bleikjustofna í vötnum sunnanlands, fækkun háfjallaplantna og heimskautafuglategunda eru aðeins upptaktur þess sem koma skal. Súrnun sjávar, hörfun stofna nytjafiska, útbreiðsla meindýra og sjúkdóma í villtum lífverum verða brátt óumflýjanlegur veruleiki. Því er ágætt að spyrja sig til hvaða ráða ætla stjórnvöld að grípa? Undanfarin 10 ár hefur nær stöðugt verið skorið niður til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan þeirrar deildar eru m.a. ferðamálafræði, en ferðaþjónusta er ein meginstoð íslensks atvinnulífs, og líffræði, sem gegnir lykilhlutverki við að skilja þær breytingar á náttúrunni sem við stöndum frammi fyrir. Innan þeirrar deildar eru þeir sérfræðingar sem treysta verður á til að draga úr óæskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframboð innan líffræðinnar verið rýrt, skyldufögum í grunnnámi verið fjölgað, valnámskeiðum fækkað um ríflega helming, verklegum kennslustundum fækkað um fjórðung og vettvangsferðir skornar burt eða skildar eftir í skötulíki. Nám þeirra sem við ætlumst til að rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvað kann að vera til ráða er þess vegna einsleitara, sérhæfing nemenda er minni og af þeim sökum er geta okkar til að takast á við loftslagsvandann takmarkaðri. Það er því grátbroslegtað hugsa til þess að stærstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa verið byggðir á náttúrunni. Er þá sama hvort litið er til landbúnaðar, fisksins í sjónum eða lunda og hvala sem laða sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er talað digurbarkalega um að fjölga ferðamannastöðum og að taka eigi á loftslagsvandanum. Aðgerðir í loftslagsmálum og aukin áhersla á uppbyggingu ferðamannastaða eru orðin tóm ef ekki fylgir stuðningur við menntun þeirra sem útfæra eiga aðgerðirnar. Þar að auki standast framlög Íslendinga til háskólastigsins engan veginn alþjóðlegan samanburð. Fyrir hverja krónu sem Íslendingar leggja til háskólanema, verja Danir til að mynda tveimur krónum, og reyndar gott betur. Óveruleg hækkun framlaga til Háskóla Íslands á næsta ári er hvergi nærri nóg til að snúa við þeirri sveltistefnu sem hefur verið viðvarandi í háskólakerfinu. Hvaða skilaboð senda þessi fjárlög í raun og veru? Jú, að náttúran sé ekki hluti af verðmætum landsins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. Þær breytingar munu hafa áhrif á öll vistkerfi jarðar en mest hér á norðurslóðum. Nú þegar hafa fyrstu vísar að breytingum á náttúrunni komið í ljós en hnignun bleikjustofna í vötnum sunnanlands, fækkun háfjallaplantna og heimskautafuglategunda eru aðeins upptaktur þess sem koma skal. Súrnun sjávar, hörfun stofna nytjafiska, útbreiðsla meindýra og sjúkdóma í villtum lífverum verða brátt óumflýjanlegur veruleiki. Því er ágætt að spyrja sig til hvaða ráða ætla stjórnvöld að grípa? Undanfarin 10 ár hefur nær stöðugt verið skorið niður til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan þeirrar deildar eru m.a. ferðamálafræði, en ferðaþjónusta er ein meginstoð íslensks atvinnulífs, og líffræði, sem gegnir lykilhlutverki við að skilja þær breytingar á náttúrunni sem við stöndum frammi fyrir. Innan þeirrar deildar eru þeir sérfræðingar sem treysta verður á til að draga úr óæskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframboð innan líffræðinnar verið rýrt, skyldufögum í grunnnámi verið fjölgað, valnámskeiðum fækkað um ríflega helming, verklegum kennslustundum fækkað um fjórðung og vettvangsferðir skornar burt eða skildar eftir í skötulíki. Nám þeirra sem við ætlumst til að rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvað kann að vera til ráða er þess vegna einsleitara, sérhæfing nemenda er minni og af þeim sökum er geta okkar til að takast á við loftslagsvandann takmarkaðri. Það er því grátbroslegtað hugsa til þess að stærstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa verið byggðir á náttúrunni. Er þá sama hvort litið er til landbúnaðar, fisksins í sjónum eða lunda og hvala sem laða sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er talað digurbarkalega um að fjölga ferðamannastöðum og að taka eigi á loftslagsvandanum. Aðgerðir í loftslagsmálum og aukin áhersla á uppbyggingu ferðamannastaða eru orðin tóm ef ekki fylgir stuðningur við menntun þeirra sem útfæra eiga aðgerðirnar. Þar að auki standast framlög Íslendinga til háskólastigsins engan veginn alþjóðlegan samanburð. Fyrir hverja krónu sem Íslendingar leggja til háskólanema, verja Danir til að mynda tveimur krónum, og reyndar gott betur. Óveruleg hækkun framlaga til Háskóla Íslands á næsta ári er hvergi nærri nóg til að snúa við þeirri sveltistefnu sem hefur verið viðvarandi í háskólakerfinu. Hvaða skilaboð senda þessi fjárlög í raun og veru? Jú, að náttúran sé ekki hluti af verðmætum landsins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun