Þetta fá íslensku félögin vegna Evrópuleikjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00