Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 15:18 Sessions kom til fundar í Hvíta húsinu í dag. Hann er ekki sagður hafa í hyggju af láta af embætti þrátt fyrir reiði forsetans. Vísir/AFP Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31