Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:53 Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45
„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti