Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. „Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira