Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 19:45 Theresa May ræðir við Dalia Grybauskaite, forseta Litháen, og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Vísir/afp Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52