Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2017 07:00 Til stendur að opna 120 til 160 herbergja hótel í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Verslunar- og veitingarými verða á jarðhæð hússins. Mynd/Reitir Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Fasteignafélagið Reitir hefur að undanförnu átt í viðræðum við keðjuna og er stefnt að undirritun samninga síðar í sumar. Reitir vinna að því að breyta gamla sjónvarpshúsinu í hótel. Áform félagsins eru að stækka húsið þannig að það verði um 6.700 fermetrar að stærð, en húsið er nú um 4.100 fermetrar. Til stendur að rífa núverandi skemmu á baklóð hússins, byggja ofan á núverandi austurálmu og mögulega hækka húsið um eina hæð. Gert er ráð fyrir að fjöldi hótelherbergja verði á bilinu 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.Guðjón Auðunsson, forstjóri ReitaSkipulagsyfirvöld í Reykjavík ákváðu í fyrra að efna til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum, þar á meðal athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt, en þar stendur til að byggja um 320 til 350 íbúðir á næstu árum. Um leið mun Hekla flytja höfuðstöðvar sínar í Suður-Mjódd. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr samkeppninni liggi fyrir síðar í mánuðinum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið að í kjölfarið verði lagt mat á verðlaunatillöguna og útfærsla fundin sem allir hlutaðeigandi geti orðið ásáttir um. „Síðan verður unnið deiliskipulag á grundvelli tillögunnar og þegar þeirri vinnu er lokið geta menn hafið framkvæmdir. Þetta er bara í ákveðnu ferli og við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna,“ nefnir hann. Ekki verður skrifað undir samninga við hótelkeðjuna fyrr en niðurstöður úr samkeppninni liggja fyrir og aðrar forsendur ganga eftir. Auglýst var eftir rekstraraðilum að hótelinu síðasta haust og reyndist áhuginn mikill. Heimildir Fréttablaðsins herma að þekkt alþjóðleg keðja, sem hefur aldrei rekið hótel á Íslandi, hafi orðið fyrir valinu og eru samningaviðræður langt komnar. Fjölmörg fyrirtæki og samtök eru sem stendur í gamla sjónvarpshúsinu og má þar meðal annars nefna UNICEF á Íslandi, Red Chili, Sagaevents og Félag Sameinuðu þjóðanna. Laugavegur 176 stendur meðfram samgöngu- og þróunarás þar sem áætlað er að hin nýja Borgarlína muni liggja. Áðurnefnd samkeppni snýr að framtíðarskipulagi reitsins sem nær frá Laugavegi 168 til 176. Gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir blandaðri byggð, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á svæðinu til framtíðar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Fasteignafélagið Reitir hefur að undanförnu átt í viðræðum við keðjuna og er stefnt að undirritun samninga síðar í sumar. Reitir vinna að því að breyta gamla sjónvarpshúsinu í hótel. Áform félagsins eru að stækka húsið þannig að það verði um 6.700 fermetrar að stærð, en húsið er nú um 4.100 fermetrar. Til stendur að rífa núverandi skemmu á baklóð hússins, byggja ofan á núverandi austurálmu og mögulega hækka húsið um eina hæð. Gert er ráð fyrir að fjöldi hótelherbergja verði á bilinu 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.Guðjón Auðunsson, forstjóri ReitaSkipulagsyfirvöld í Reykjavík ákváðu í fyrra að efna til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum, þar á meðal athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt, en þar stendur til að byggja um 320 til 350 íbúðir á næstu árum. Um leið mun Hekla flytja höfuðstöðvar sínar í Suður-Mjódd. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr samkeppninni liggi fyrir síðar í mánuðinum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið að í kjölfarið verði lagt mat á verðlaunatillöguna og útfærsla fundin sem allir hlutaðeigandi geti orðið ásáttir um. „Síðan verður unnið deiliskipulag á grundvelli tillögunnar og þegar þeirri vinnu er lokið geta menn hafið framkvæmdir. Þetta er bara í ákveðnu ferli og við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna,“ nefnir hann. Ekki verður skrifað undir samninga við hótelkeðjuna fyrr en niðurstöður úr samkeppninni liggja fyrir og aðrar forsendur ganga eftir. Auglýst var eftir rekstraraðilum að hótelinu síðasta haust og reyndist áhuginn mikill. Heimildir Fréttablaðsins herma að þekkt alþjóðleg keðja, sem hefur aldrei rekið hótel á Íslandi, hafi orðið fyrir valinu og eru samningaviðræður langt komnar. Fjölmörg fyrirtæki og samtök eru sem stendur í gamla sjónvarpshúsinu og má þar meðal annars nefna UNICEF á Íslandi, Red Chili, Sagaevents og Félag Sameinuðu þjóðanna. Laugavegur 176 stendur meðfram samgöngu- og þróunarás þar sem áætlað er að hin nýja Borgarlína muni liggja. Áðurnefnd samkeppni snýr að framtíðarskipulagi reitsins sem nær frá Laugavegi 168 til 176. Gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir blandaðri byggð, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á svæðinu til framtíðar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira