Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 14:31 Bandaríkjaforseti á í vök að verjast vegna ásakana um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56